Baðherbergi
BOXEN
Við sérsmíðum falleg og hagnýt baðherbergi
Baðið þarf að stuðla að vellíðan þar sem þarfir og óskir íbúa eru settar í forgang.
Við hönnum og forsmíðum hágæða baðherbergi. Baðherbergin okkar eru glæsileg, endingargóð og hagkvæm.
Benjamin Beck
Stofnandi og stjórnarformaður
BOXEN FYRIR ÍBÚÐARHÚSNÆÐI
Boxen baðherbergin eru sérstaklega hentug í íbúðarhúsnæði, fjölbýlishús, hótel og stofnanir
þar sem hægt er sérsmíða hvert og eitt baðherbergi eftir óskum viðskiptavinarins.
Öll baðherbergi eru sérhönnuð með útlit og notagildi í huga.
Markmið okkar er að Boxen íbúðarbaðherbergi séu í hæsta gæðaflokki.
Þess vegna göngum við lengra en flestir í forsmíði baðherbergja og bjóðum upp á mikið úrval í hágæða efnisvali, svo sem sérsmíðuðum innréttingum, ítölskum flísum,blöndunartækjum og svo framvegis.
Hvert og eitt baðherbergi er sérsmíðað og möguleikarnir því margir.
Við göngum enn lengra
Við bjóðum upp á sérframleiðslu og getum meðal annars framleitt margar mismunandi útfærslur af baðherbergjum fyrir sama verkefnið.
Við bjóðum upp á okkar eigið salernisútblásturskerfi. Kerfið er tengt núverandi loftræstikerfi og þarfnast hvorki viðhalds né viðbótartengingar. Möguleiki er á gólfhita, aukinni lofthæð, og glerveggjum í stað venjulegra veggja svo dæmi séu tekin.
Öll stálgrindarbyggingin er gerð úr sterku ferningsstáli sem er soðið saman. Þessi smíði tryggir mjög sterka og stöðuga umgjörð um allt baðherbergið. Boxen má því nota sem burðareiningu fyrir lóðrétt álag í byggingunni. Gólfbyggingin er trefjastyrkt steinsteypa. Veggir og loft eru fest með 18 mm trefjagipsplötum beint á sterka stálgrindina.
Allar okkar lausnir eru gæðaprófaðar og viðurkenndar af norskum vottunarstofum (SINTEF) sem gera miklar kröfur til baðherbergja eins og þessara.
BOXEN SÉRLAUSNIR
Boxen býður upp á sérlausnir fyrir fatlaða, sjúkrahús, hjúkrunarheimili o.þ.h.
Boxen býður upp á baðherbergi sem eru sérhönnuð og framleidd með sérþarfir viðskiptavinarins í huga, þar sem hugað er sérstaklega að daglegum þörfum notandans.
Baðherbergin eru hönnuð þannig að hægt sé að uppfæra búnað og tækni þegar fram líða stundir ef þörf krefur.
Hægt er að koma fyrir hvers kyns búnaði sem þarf til bæði fyrir sjúkrahús, stofnanir eða heimahús. Sem dæmi er hægt að hafa aukna lofthæð á baðherberginu til þess að geta verið með upphengdar lyftur á skinnum ef á þarf að halda.
Allur búnaður sem notaður er í baðherbergin er
viðurkenndur og vottaður.